föstudagur, mars 11, 2011

Er mál að mæla?


Ætli það ekki. Ýmislegt hefur á dagana drifið síðan í mars 2009. Merkast er að í september það sama ár fæddist Sölvi sem er núna 18 mánaða sólargeisli. Nokkrum vikum síðar skilaði ég BA ritgerð og lauk þar með íslenskunáminu, í bili. Nóvember það sama ár kom út bókin Svuntustrengur með örsögum og smásögum.

Á árinu 2010 las ég fullt af fyrirsögnum, þambaði kaffi, hélt eldheitar ræður um ástandið og pólitíkina yfir fjölskyldumeðlimum, naut mín í fæðingarorlofi, skrásetti smá tónlist sem hljómar um hvippin og hvappinn og margt fleira.

Nú er komið 2011 og tíminn teymir mig á eftir sér. Hef fyrir því haldbærar sannanir þegar aldurinn færist yfir þá hraðar tíminn sér.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Já, það er mál að mæla og ég vona að þetta fyrsta mál þitt í ár verði ekki líka það síðasta.