
Það fyndna er hins vegar að ég hef tvisvar áður upplifað jarðskjálfta (reyndar mun stærri en þennan) og í öll þessi þrjú skipti er fyrsta hugsunin alltaf jafn furðuleg. Árið 2000 hugsaði ég á Árbæjarsafninu: ,,Hvaða trukkur er þetta?" árið 2008 hugsaði ég í vinnunni ,,Ég er að skrá lag eftir Megas, best að koma sér í skjól" en núna var fyrsta hugsunin sem poppaði upp: ,,Hvað er páfagaukurinn að gera?"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli