Sat í stofusófanum kl. 09:45 í morgun og fann sófann hreyfast. Nokkrar hugsanir þutu í gegnum hugann og að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að líklegast hefði þetta verið jarðskjálfti, sem reyndist rétt.
Það fyndna er hins vegar að ég hef tvisvar áður upplifað jarðskjálfta (reyndar mun stærri en þennan) og í öll þessi þrjú skipti er fyrsta hugsunin alltaf jafn furðuleg. Árið 2000 hugsaði ég á Árbæjarsafninu: ,,Hvaða trukkur er þetta?" árið 2008 hugsaði ég í vinnunni ,,Ég er að skrá lag eftir Megas, best að koma sér í skjól" en núna var fyrsta hugsunin sem poppaði upp: ,,Hvað er páfagaukurinn að gera?"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli