sunnudagur, maí 15, 2005

Hlymur var einn í heiminum!!

Úff ég kann ekkert á þetta bloggbull. Kann ekki að finna önnur blogg, kann ekki að leita eftir nöfnum eða innihaldi eða nokkru gagnlegu. Mér finnst ég ein í heiminum. Búin að stofna síðu sem enginn veit af og enginn les - eins og ég standi í mannþröng í miðri borg og það sér mig enginn og heyrir enginn hvað ég segi. Sama þó ég segi fallegustu orð sem til eru, með klámkjaft eða dómsdagsorð á vörunum þá sér mig enginn. Því ég er ósýnileg. Hlymur sem heyrist ekki.
Er þetta kannski hámark sjálfshyggjunnar - að tala við sjálfan sig fyrir framan alheiminn í þeirri öruggu trú að enginn heyri - ég get alveg eins dáðst að spegilmynd minni og ekki samkjaftað við gyðjuna hinum megin!

Engin ummæli: