Jæja best að halda áfram að tala við daufdumban heiminn - öskra inn í þögnina í logninu en það heyrir enginn í mér því allir eru staddir í hávaðaroki sem ýlfrar fyrir eyrum þeirra. Sé að þessi bloggheimur er flókinn - sumir maka krókinn á því að vitna í aðra bloggara (sem elska sjálfir að í þá sé vitnað og lesa því slík blogg) og út um allt eru blogg um önnur blogg. Tilvísanakerfi þar sem maður upphefur sjálfan sig (og aðra í leiðinni) með því að vitna í mæta menn (karlmenn eru sérstaklega góðir í þessu, þ.e. að vitna í hverja aðra) og þar með opinbera eigin kúlheit.
Er gremja í orðum mínum? Má vera, þá er best að renna fyrir trantinn og halda í háttinn. Góða nótt! Megirðu eiga góðar hlymfarir í nótt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli