Jæja þá halda draumarnir áfram að herja á mann - súrrealískir og fjarstæðukenndir eins og draumum er einum lagið. Mig langar að gefa út litla bók í sumar eða haust - helst í sumar svo ég drukkni ekki í flóðinu. Er með handrit sem er langt komið en þarf að snurfusa heilmikið - þarf bara að gefa mér tíma í snurfus (ekki bloggbull). Kemur í ljós hvort buddan eða bankinn fjármagni þetta eða hvort ég gugni á endasprettinum!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli