Rif úr síðu minni
Mig vantar rjóðan mann sem segir kinnroðalaust sögur úr fornum bókum. Spilar á harmoníku fyrir hrútana og dansar af mér skóna undir hlöðuvegnum. Grætur yfir dauðu flugunum á mykjuhaugnum og óförum Helgu fögru. Ég tek rif úr síðu minni, sveifla því eins og slöngu og hrópa: ,,Guð, gefðu mér mann!"
(og teljið nú!!)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli