föstudagur, júlí 15, 2005
Leynibloggarinn!!
Ég hef ekki sagt neinum frá þessu bloggi mínu. Fer samt annars lagið inn á síðuna til að athuga hvort einhver hafi gert athugasemdir við orð mín. Eins og ég leiti að staðfestingu á því að einhver lesi þetta, eða að enginn lesi þetta. Kann ekki að setja upp teljara - kann bara að pikka á lyklaborð. Í hvert sinn sem ég set inn færslu hugsa ég ,,Hana hér, nú skrifa ég á hverjum degi, því ekki nennir fólk að lesa færslulausa síðu, gamlar fréttir" og síðan hraðspólar klukkan og ég ranka aftur við mér mörgum vikum síðar. Var að hugsa um að dæla inn gömlum prósum og brotum úr örsögum (örbrotum).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli