þriðjudagur, desember 27, 2005

Óskar og bleikklædda konan


var hin ljúfasta lesning. Komst ekki yfir í þriðja hlutann á þríleiknum eftir Erik-Emmanuel Schmitt þar sem jólin brustu á. Fékk tvær bækur í jólagjöf, annars vegar Sumarljós eftir Jón Kalman og hins vegar ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Dembdi mér beint í Laxnesinn og tek Halldór með mér í rúmið þessi kvöldin. Verst hvað hann er feitur og þungur. Ævisagan er skemmtileg lesning og mikilvægt í fyrstu köflunum að höfundur minni mann á aldur skáldsins því maður fer ósjálfrátt að hugsa að hann sé um 30 ára þegar hann er í raun 19 ára. Af hverju var maður ekki svona unglingur? Lokaði sig af á afskekktu erlendu hóteli til að ljúka tveimur handritum - láta mömmu gömlu borga brúsann?? Þarf að ná að klára ævisöguna ásamt Sumarljósinu fyrir miðjan janúar því þá taka skólabækurnar yfirhöndina.

Engin ummæli: