Framtíðarplön síðustu 6 mánaða hrundu í gær, fæ ekki að útskrifast vegna skorts á einingum (og dómgreind ónafngreindra). Þegar eitthvað hrynur geta óvæntir hlutir vaxir úr rústunum - allt fer eins og þá á að fara. Ég skima eftir arfa eða grasi í rykmekkinum.
Keyrði framhjá ungum sjálfstæðismönnum í dag og fylltist gremju (best að fara ekki út í þá sálma). Finnst sorglegast af öllu að í velmegunarþjóðfélaginu okkur þá er normið hinn hrausti, vinnandi karlmaður og allt annað er utanveltu og mætir afgangi á einhvern hátt: konur (fá flestar lægri laun en karlkynið), börn, aldraðir, öryrkjar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli