miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Das Flugzeug fliegt morgens
Jaja - Frankfurt hier komme ich!! Fer með fullar töskur af fornritum með nútímastafsetningu. Rútan fer frá blikksmiðjunni kl. 4:15 á eftir. Og ég rétt náði ferðabókum um Suður-Þýskaland í Gerðubergi áðan. Mér finnst ég alltaf komin heim þegar ég stíg inn á bókasöfn. Og þegar ég stíg inn í flugstöðvarbyggingar fer maginn á flug. En þegar ég sný aftur heim eftir nokkra fjarveru finnst mér heimili mitt alltaf jafn undurfagurt og hreint. Þórðar saga Hreðu og Hrafnkels saga Freysgoða munu ylja mér í flugvélum og rútum. Þeir munu hjálpa mér að fikra mig eftir ókunnugri borg - das fremde Stadt!
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Til hamingju með daginn, tungubrjótar og aðrir tann-bryðjendur!
Ég gerðist aldrei svo fræg að heimsækja Rockville. En keyrði þúsund sinnum eftir Miðnesheiði framhjá kúlunum. Einn dagðinn spurði ég mömmu hvað væri í kúlunum og hún tjáði mér að þar byggi Jón í Kúlunum sem tekur börnin sem borða ekki matinn sinn. Og þegar ég ólundaðist við fiskinn, hrognin eða lifrina þá var Jón í Kúlunum á næsta leiti. Ég sá hann alltaf fyrir mér sem stóran og feitan karl sem hljóp á ógnarhraða eftir hrauninu inn í Sandgerði að sækja matvonda krakka.
Ekki fyrir svo löngu keyrði ég Miðnesheiði og þá voru kúlurnar gufaðar upp. Og Jón með þeim. Kannski sestur að í Ameríkunni. Tyggjandi Wrigleys á götuhorni.
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Títt
Ósköp lítið að frétta. Næstu 5-6 vikurnar verður lokatörnin fyrir skólann og meira en nóg að gera á öðrum vígstöðvum. Skipti í gær um bás í vinnunni og baulaði inn í mér. Sagði upp áskrift af lottó og gerðist áskrifandi að veltukerfinu á www.spara.is. Stefni sem sagt á að verða rík með því að borga skuldirnar upp hratt - ekki með því að vinna í lottó. Það tók mig hálfa mínútu að gerast áskrifandi að lottó en til að segja sig úr áskrift þarf maður að skrá sig inn, finna uppsagnareyðublaðið, prenta það út, skrifa undir og skila því inn á næsta sölustað og þar mun það liggja í um 4 vikur þar til það verður sótt - en til að safna ekki upp gremju þá hringi ég þangað strax í fyrramálið og kvarta af stakri kurteysi.
Reyni að lesa Njálu á milli tarna á meðan upprifjun á Eyrbyggju bíður mín og lestur á Hrafnkels sögu og mörgum fleiri. En lykillinn að jafnvægi í stressinu eru bæn og hugleiðsla - mín uppskrift að sívaxandi hugrekki og lífshamingju!
Reyni að lesa Njálu á milli tarna á meðan upprifjun á Eyrbyggju bíður mín og lestur á Hrafnkels sögu og mörgum fleiri. En lykillinn að jafnvægi í stressinu eru bæn og hugleiðsla - mín uppskrift að sívaxandi hugrekki og lífshamingju!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)