miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Das Flugzeug fliegt morgens



Jaja - Frankfurt hier komme ich!! Fer með fullar töskur af fornritum með nútímastafsetningu. Rútan fer frá blikksmiðjunni kl. 4:15 á eftir. Og ég rétt náði ferðabókum um Suður-Þýskaland í Gerðubergi áðan. Mér finnst ég alltaf komin heim þegar ég stíg inn á bókasöfn. Og þegar ég stíg inn í flugstöðvarbyggingar fer maginn á flug. En þegar ég sný aftur heim eftir nokkra fjarveru finnst mér heimili mitt alltaf jafn undurfagurt og hreint. Þórðar saga Hreðu og Hrafnkels saga Freysgoða munu ylja mér í flugvélum og rútum. Þeir munu hjálpa mér að fikra mig eftir ókunnugri borg - das fremde Stadt!

Engin ummæli: