Ósköp lítið að frétta. Næstu 5-6 vikurnar verður lokatörnin fyrir skólann og meira en nóg að gera á öðrum vígstöðvum. Skipti í gær um bás í vinnunni og baulaði inn í mér. Sagði upp áskrift af lottó og gerðist áskrifandi að veltukerfinu á www.spara.is. Stefni sem sagt á að verða rík með því að borga skuldirnar upp hratt - ekki með því að vinna í lottó. Það tók mig hálfa mínútu að gerast áskrifandi að lottó en til að segja sig úr áskrift þarf maður að skrá sig inn, finna uppsagnareyðublaðið, prenta það út, skrifa undir og skila því inn á næsta sölustað og þar mun það liggja í um 4 vikur þar til það verður sótt - en til að safna ekki upp gremju þá hringi ég þangað strax í fyrramálið og kvarta af stakri kurteysi.
Reyni að lesa Njálu á milli tarna á meðan upprifjun á Eyrbyggju bíður mín og lestur á Hrafnkels sögu og mörgum fleiri. En lykillinn að jafnvægi í stressinu eru bæn og hugleiðsla - mín uppskrift að sívaxandi hugrekki og lífshamingju!
1 ummæli:
til hamingju með nýja básinn :) Búkolla mín!
Skrifa ummæli