föstudagur, júní 15, 2012

Hversu mikið er nóg þegar það er komið nóg?


Hversu mikið er nóg af mat, af plássi, af menntun, af vinnusemi, af tjáningu, af hlustun, af öllu? Hversu mikið er nóg að peningum (sem ég gef og þigg), hversu mikil athygli er nóg (sem ég veiti og leita uppi logandi ljósi eins og þetta kjaftasnatt hér ber glöggt vitni)? Hversu mikið súrefni er  nóg? Til hvers er þetta líf? Hvar er leiðbeiningabæklingurinn með þessu lífi? Er ekki til staðall? Gefið mér bækling. Gefið mér staðal! Helst í tölusettum liðum!

Sá sem veit svörin hefur í hendi sér brotabrot af hinni rokgjörnu hamingju :-)

Engin ummæli: