Þegar maður
hlustar á tregafullt lag sem er fullt af sögu langar mann að segja sig úr
samfélagi manna – stimpla sig út – og sitja með útsýni út að úfnu hafi og
lægðum sem lækka flugið og steypa sér niður að ætinu. Horfa á hafið í sjónum og reyna að sjá sjóinn í hafinu.
Ætla að taka
„Walzing Mathilda“ með Tom Waits með mér í gröfina – verður á endalausu replay
í tónhlöðunni og eyrun munu bráðna yfir heyrnatólin.
Fyrir áhugafólk um kirkjugarðsrómantík þá skrifaði Thomas Gray ljóðið "An Elegy Wrote in A Country Church Yard" á 18. öld. Ég ætla ekki að þykjast hafa lesið það en það er á dagskránni. Þangað til set ég lög á eyrað eins og kuðung og hlusta á úthafið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli