
Ég hef af mikilli elju náð að uppræta djúpstæða
sjálfsfyrirlitningu en ræturnar eru greinilega lengri en ég hélt og lauma sér
um moldina í kaldri þögn. Það er alltaf gaman að hreinsa til og reyta arfann úr höfðinu.
Þegar ég þykist vita hvað aðrir hugsa er ég komin inn á
svæði sem ég þarf að koma mér út af. Komin inn á eitthver kargaþýft tún með
óvæntu mýrlendi og gaddavírsgirðingum. Eitt allsherjar arfabeði. Þá skiptir engu máli þó að ég rispi mig
á girðingunni, ég þarf að komast heim til míns hjarta og hanga frekar í túninu
heima.
Það er gott að hafa fjörugt ímyndunarafl en öllu má nú
ofgera :-)
1 ummæli:
Like
Hafrún
Skrifa ummæli