laugardagur, júní 02, 2012

Að andsetja

Tók þátt í höfundasmiðju FLH síðustu tvær vikur í gamla hæstaréttarhúsinu við Lindargötu. Þar fékk ég að sjá og finna hvernig texti fær líf í höndum leikara. Hvernig orðið verður hold. Það reyndist dásamlegt að þurfa að skrifa og skapa undir pressu. Það er óþarfi að bíða eftir því að andinn komi yfir mann heldur setur maður hann einfaldlega yfir sig. Andsetur sig.

Hver hefði trúað að gamla hæstaréttarhúsið gæti orðið himnaríki höfunda?

Þessi kom í gær: ,,Ef einhverjir dómar falla hér í dag þá eru þeir hugarburður."

Engin ummæli: