Þegar síðsumarið læðist að manni í vaxandi hauströkkrinu birtist ný örnefnaskrá sem minnir á liðið sumar.
Suður af eldhúsvaskinum eru þurrkuð birkilauf í dalli sem minna mig á Birkitrén við Engihjalla.
Í hánorður út frá eldhúsborðinu eru tvær krukkur í skáp. Önnur er með Blóðberg frá Hamarsfirði og hin með Vallhumal frá Eggertsgötu. Sunnan við það kúra kartöflur frá Kjarrhólmanum í ísskáp en enn lengra í suður þar af situr þurrkaður þari í vasa sem hefur ferðast alla leið úr fjörunni við bæinn Urðarteig.
Þegar ég fór í fótabað í sumar við Maríuhöfn flæktist þari í peysunni minni sem nú prýðir baksýnisspegilinn í bílnum (sko þarinn, ekki peysan) og þess vegna hugsa ég svo oft um fótabað við aksturinn.
Svona ætla ég að taka sumarið með mér inn í veturinn og leyfa nýjum örnefnum að vekja minningar.
1 ummæli:
Like á það.
Skrifa ummæli