mánudagur, febrúar 20, 2006

Hlymur er fundinn


Frá því ég datt niður á orðið hlymur fyrir þetta blogg hef ég hvergi rekist á orðið, hvorki í ræðu né riti. Þangað til í dag! Í upphafi kafla 49 í Sjálfstæðu fólki: ,,Járnmélaglamur? Hlymur við ís undir hóf? Er það ekki hann Blesi sem frýsar í myrkrinu útá skafli?..." Ég keppist við að klára bókina því ég þarf að semja lokapróf úr bókinni fyrir ÍSL-503, og þá er eins gott að hafa lesið bókina sjálf, þó það sé í þriðja skipti.
Annars er mér um megn að skilja þvílíkan orðaforða karlinn Kiljan hafði á valdi sínu við ritun bókarinnar. Og ótrúlega flott hvað hann gefur margt í skyn í bókinni en segir ekki beint.

Engin ummæli: