fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Jæja


Þennan dag fyrir mörgum árum fæddist þessi strákslega snót á myndinni. Í Hafnarfirði. Ekkert er vitað um meðgönguna, þaðan af síður fæðinguna né fyrstu æviárin. Fyrir því eru þó haldbærar sannanir að hún braggast vel í dag, drekkur kaffi í kassavís og bryður suðusúkkulaði á milli sopa.

Engin ummæli: