þriðjudagur, maí 29, 2012

Virkjun

Hef uppi virkjunaráform á sköpunarflæðið.

Ætla að koma mér upp miðlunarlóni með stífluveggjum. Þar með kemst jafnvægi á sköpunarkraftinn og ég kem í veg fyrir árstíðarbundnar sveiflur og ótímabær flóð.

Umhverfisstofnun hefur tekið málið til umfjöllunar og úrskurðað að ég þurfi ekki umhverfismat, bara mat og það nóg af honum. Brasaðan, sósaðan og feitan og ögn sykraðan.

Með þeim fyrirvara að ég hætti að fá hugmyndir undir stýri.

Engin ummæli: