föstudagur, apríl 28, 2006

Þegar orðin taka völdin, á kvöldin


Ég hef óbeit á leiðinlegur ritgerður og leiðinlegur ritgerðarsmíðum. Þess vegna er ég að reyna hið ómögulega, þ.e. að gera ritgerð um hræðilega leiðinlegt efni að spennandi og skemmtilegum texta. Í ritgerðina eru komnar hugleiðingar um fræ (ekki bagalegt fyrir guðfræðinginn) og hún er byggð upp eins og ferðalag þar sem lesandanum er reglulega bent út um rúðuna til hægri eða vinstri handar (ekki bagalegt fyrir leiðsögumanninn). Skrifin eru líka óvissuferð því áfangastaðurinn er óljós og næsta setning ókannað land. Þetta stefnir í vitleysu. Endar með árekstri úti á víðáttu! Orðin eru að taka völdin.

Engin ummæli: