
Þegar aldurinn færist yfir fækkar þeim hlutum sem maður gerir í fyrsta skipti. Í gær samdi ég í fyrsta skipti uppsagnarbréf. Með dynjandi hjartslætti gekk ég í fyrsta skipti á ævinni inn til forstjórans til að segja upp, 10 mínútum síðar var ég búin að fá ríflega launahækkun sem ég mun njóta í nokkra mánuði. Nú er bara að stíga inn í óttann og sjá hvaða starf rekur á fjörur mínar í haust. Og nú geta kokhraustir uppfinningamenn byrjað að syrgja brottför mína.
Datt inn á síðu með skemmtilegum skopmyndum (sem minna svolítið á Hugleik): http://www.toothpastefordinner.com/archives-spr03.php
1 ummæli:
Til hamingju með kauphækkunina og hugrekkið! Það mun án vafa eitthvað mjög spennandi koma til þín í haust, ekki spurning.
Skrifa ummæli