miðvikudagur, mars 29, 2006
Í svefnslitrum
vakna oft hugmyndir og ef ég kveiki ekki ljósið og arka fram úr til að festa þær á blað þá hverfa þær yfirleitt inn í svefninn. Þessi lifði nóttina: Hvað ætli mörg prósent þjóðarinnar sé þessa stundina í mikilli sorg út af ástvinamissi? Hvað ætli mörg prósent þjóðarinnar sé vansvefta eftir eyrnabólgu barnsins, áhyggjur eða rifrildi (ímynduð og raunveruleg) næturinnar? Hvað ætli mörg prósent þjóðarinnar hafi þurft kaffi í morgun til að komast af stað inn í daginn? Hvað ætli mörg prósent þjóðarinnar glími við fjárhagsáhyggjur? Hvað ætli mörg prósent þjóðarinnar glími við gremju og sjálfsvorkun? Samt siglir þjóðarskútan, vinnumarkaðurinn gengur eins og smurð vél og kannski kemur sú stóra prósenta þjóðarinnar sem eru vinnualkar þjóðarbúinu til bjargar. Þetta er djúpt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli