laugardagur, september 09, 2006



Enn og aftur er ég sest í stofu 201 í Árnagarði. Hvenær ætli ég vaxi upp úr stofu 201? Ætli ég sé of sólgin í öll óvæntu hugrenningatengslin sem verða til í skólum? Í vetur verð ég með annan fótinn í íslenskum miðöldum og hinn í pappírsflóðinu sem fylgir Hellisheiðarvirkjun - skemmtileg blanda þar! Orðaforðinn mun samanstanda af köppum og valkyrjum íslendingasagna, íslensku máli að fornu (eins og það leggur sig), holutoppum, gufuskiljum, svörtu pípuefni og slatta af flönsum. Og auðvitað mun ég stunda þá forréttindavinnu að fá að bæta andlegt heilbrigði mitt og umburðarlyndi (ekki veitti af) og eiga gullmolastundir með erfingjanum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú getur ekki slitið þig frá Háskólanum, þetta er ótrúlegt c",)
Ég dáist sannarlega að þér!

Hafðu það sem allra best,

Árósaherdís