
Það styttist ískyggilega í næsta mánudag. En þá fer ég með Bergljótu vinkonu minni á ráðstefnu leynifélagsins í Virginia Beach í Bandaríkjunum. Mér skilst að hið harða haust sé þegar komið upp að ströndinni með 27 gráðu hita - júhúu!! Ráðstefnan verður eflaust mikil upplifun og kærkomin reynsla! Í bakaleiðinni stoppum við nokkra daga í Boston og þyngjum ferðatöskurnar ef það reynist hagstætt. En sem sagt tvær úr tungunum á leiðinni í fyrstu Ameríkuferðina og mikil spenna byrjuð að magnast upp. Verst að ég er með örlítinn fyrirfram-aðskilnaðarkvíða frá dótturinni. Ætli við komum til baka í snjóþvegnum gallabuxum, með hamborgararass og rúllur í hárinu?

Engin ummæli:
Skrifa ummæli