Þegar ég sinni heilalausu tölvuverkefni í vinnunni þá kveiki ég á www.ruv.is og hlusta á útvarpssöguna Inferno í lestri Hjalta Rögnvaldssonar. Og set síðan reglulega á pásu og finnst eins og Hjalti bíði þolinmóður bak við skjáinn og haldi svo áfram þegar mér hentar.
Á kvöldin horfi ég sem fjarnemandi á upptökur úr tímum í Íslendingasögum og set kennarann á pásu þegar ég þarf eitthvað að sýsla. Blaðra í síma, fá mér súkkulaði og kveiki svo aftur á kennaranum þegar mér hentar. Nútíminn í öllu sínu veldi - og þegar ég fæ nóg af tækninni verð ég mér kannski úti um fjós og handrit og sest niður við lestur (við tólgarkerti á myrkum vetri).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli