sunnudagur, janúar 08, 2006

Braut fegurðarinnar, braut sannleikans


Reykjanesbraut er fallegasta braut landsins. Ef ekki heimsins. Aðeins vetrarbrautin gæti staðist samanburð. Hlutfall apalhrauns og helluhrauns er fullkomið, mosar og fléttur út um allt og þar er nánast alltaf rok. Á björtun dögum sést út á Snæfellsjökul.
Ég mæli sérstaklega með rútuferð eftir brautinni. Vanti þig hugljómun eða innblástur þá sestu í SBK rútu eða flugrútuna og óvæntir hlutir gerast.

Engin ummæli: