þriðjudagur, janúar 03, 2006

Ljóðhornið

Svo undir tók


Sumir kaffisopar
eru svo fullir
af hamingju

að mann undrar
og getur sér til um
að hún búi
í kaffibaunum
sem voru týndar
á kólumbískri plantekru
um leið og samstarfsfélagi
sagði skrítlu

Svo undir tók
á ekrunni

Engin ummæli: