mánudagur, janúar 16, 2006

Norsk tekaka a la Rúna í Kaldárseli

Í upphafi 10. áratugar síðustu aldar starfaði ég í Kaldárseli. Þar var Sigrún Sumarrós ráðskona, í daglegu tali kölluð Rúna. Hún bakaði nánast á hverju kvöldi yndislega norska teköku sem ég elskaði. Eitt sumarið náði ég að bæta á mig 5 kílóum á 4 vikum þökk sé þeirri norsku. Núna hef ég tekið uppskriftina upp á mína arma og ligg í kökunni þessa köldu og myrku daga.

Norsk tekaka

150 gr. smjörlíki
250 gr. sykur
140 gr. hveiti
125 gr. kókósmjöl
2 egg
2 tsk. lyftiduft

Krem:
150 gr. flórsykur
2-3 msk smjörlíki
2 msk kaffi
2 msk kakó

Njótið!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja nú skil ég afhverju maður bætti alltaf aðeins á sig í Kaldárseli. Geri samt ráð fyrir að ég muni nota þess uppskrift í framtíðinni :-)
Annars er mjög gaman að fylgjast með bloggskrifum þínum.
Kveðja

bjarney sagði...

Takk fyrir það! Þú manst vonandi hvernig á að dreifa kókosmjölinu ofan á kremið - ein hrúga í miðjuna og síðan meðfram jöðrunum!