Í tilefni þess að nú hefur dauðadómur íslenskunnar verið kveðinn upp leyfi ég þessari setningu að koma hér fram. Gott dæmi um arfaslaka íslensku sem hljómar í titillaginu á einhverju arfaslæmu lagi sem ég hef verið að heyra á rás tvö - ég hef aldrei náð kynningunni á laginu og leikur því forvitni á að vita hvort þetta sé frumsaminn texti eða þýddur úr engilsaxnesku. En dauðadómurinn hefur valdið því að ég fór að grúska í rykugum bókum til að leyta að bók eða ljóði eftir Eggert Ólafsson þar sem íslenskan er kona sem liggur banaleguna (læt vita ef ég finn þetta).
Enskan er eins og uppistöðulón sem breiðir sér yfir íslenskuna, ber fram leir í ástkæra ilhýra læki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli