Heyrði í morgun fyrir tilviljun viðtal í útvarpsþætti. Þar var verið að ræða við einhvern viðskipta-spekúlant um ýmislegt varðandi starfsmannaleigur og atvinnumarkaðinn. Viðmælandinn lenti í þeim ógöngum að tala um uppgangstímana sem nú eru og í framhaldi um "niðurgangs"tíma sem gætu verið framundan.
Hræðilega ógöngur þar!!
Annars finnst mér fyndið að sjá stutt viðtöl í sjónvarpsfréttum við framáfólk úr viðskiptalífinu. Mér finnst svo algengt að það tali óvenju hratt og óskýrt og maður (enda er maður hægur í tíðinni) þarf að hafa sig allan við til að skilja - t.d. held ég að þegar einhver segir fjárfsting á miklu hraða þá er það einhver sem er klár og snar í snúningum og fjárfstir hægri vinstri hraðar en ljósið!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli