fimmtudagur, júlí 20, 2006

Bragi í Eden

er látinn. Maðurinn sem byrjaði að selja grænmeti við þjóðveginn og húsmæður úr höfuðborginni flykktust austur. Síðan byggði hann Eden, þetta fyrirbæri sem er eins og skot úr bíómynd eftir Fellini. Ég fer reglulega með ferðamenn í Eden og það er skrítin tilhugsun að geta ekki bent þeim á gráhærða manninn bak við afgreiðsluborðið sem byggði húsið.

Þegar ég var krakki dvaldi amma mín í Hveragerði og ég var mjög sátt við það því þá komst ég reglulega í Eden og tívolí, það var toppurinn á tilverunni.
Minningin um Braga lifir á meðan Eden fær að standa og slitnu stólarnir prýða matsöluna.

Engin ummæli: