þriðjudagur, júlí 25, 2006
Upprifjun
Ég er með teflonheila sem hrindir öllu frá sér. Þess vegna sit ég núna sveitt yfir fróðleik um Þingvelli og Skálholt því á morgun fer ég með fróðleiksþyrsta ferðalanga um uppsveitir Árnessýslu. Er föst á nýja Skálholtsvefnum þar sem maður getur drukkið í sig söguna. Mig langar alltaf að kynnast tímaflakki, geta breytt mér í flugu og hangið á fjósavegg eða kirkjuvegg þegar ég les svona lagað. Til dæmis hefði verið gaman að suða á glugganum þegar Brynjólfur Sveinsson handlék dýrmæt handrit áður en hann sendi þau út til danakonungs. Eða sveima yfir mykjuhauk þegar Jóni Gerekssyni var drekkt eða suða skoðun mína yfir nýhöggnum hausamótunum á Jóni Arasyni og sonum. Ég þarf að komast í kynni við uppfinningamann sem sendir fólk aftur í tímann í líki flugna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli