laugardagur, mars 25, 2006

Heyrðu? (með áherslu á u-inu)

Mér finnst að Katla mætti nota tækifærið og gjósa núna. Núna er besta tækifæri aldarinnar - sjálfur Björn gæti haldið alvöru blaðamannafund.

Annars er sú sem kveður burt snjó og leiðindi komin til landsins. Ætli leiðindin bráðni niður í jörðina með snjónum? Ég heyrði einhvers staðar að Englendingar skjóta Lóuna sér til skemmtunar og matar - ætli það sér rétt? Er það ekki Lóan sem á að segja ,,dirrindí"? - þegar hún vælir um móa þá heyri ég bara ,,heyrðu?" með áherslu á u-inu. Annars skemmtilega ólíkar stöllur: Lóan (Hutrie Pie á frönsku) og Krían (Stern Artic), kannski maður tjái sig nánar um Kríu skömmina síðar.

Engin ummæli: