miðvikudagur, mars 08, 2006

Hrafnar

Þegar ég keyrði í morgun norður Snorrabrautina flaug hrafn á næsta húsþak með eitthvað hvítt í goggi og lenti að snæðingi. Auk þess sátu tveir hrafnar til móts við hvorn annan á sitt hvorum ljósastaurnum og römmuðu Snorrabrautina inn með krunki sínu. Og þegar ég steig úr bílnum við Höfðatún ómaði krunk um hverfið. Ég held þeir hyggi á allsherjar yfirtöku ljósastaura.

Engin ummæli: