laugardagur, mars 18, 2006

Þokumóða


Uppáhaldsveðrið mitt í dag. Vonandi komið til að vera. Heimurinn breytist þegar kyrr dulúðin leggst yfir. Stórar vinnuvélar við veginn sýnast skrýmsli frá forsögulegum tíma og hver veit nema að fólkið sem birtist úr þokunni komi úr næsta steini eða steinsteypta stólpa?
Kannski er þoka uppáhaldsveðrið mitt því ég ólst upp í endalausu roki og hvassviðri, alla daga, öll ár. Kyrrðin í þokunni er öskrandi andstæða þess.

Engin ummæli: