
Í gærkvöldi náði ég þessum hring á 4 klukkutímum: Kópavogur, Ítalía, Belgíska Kongó og Kópavogur.
Allir staðir frábærir, Belgíska Kongó hreinasta snilld - aldraðar kerlingar eru vannýtt auðlind, hvernig væri að virkja þær?
Komst að þeirri heimspekilegu niðurstöðu að allt fer í hringi. Maður kemur alltaf aftur heim, hvort sem heim er íbúð, bær, land eða hugarástand.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli