miðvikudagur, júlí 05, 2006
Fyrir þau ykkar sem eruð á leið til suður Englands mæli ég með þessu hóteli. Lily Langtry hefur eitthvað verið að ásækja mig og vill að ég skrifi pistil um sig.
Annars er allt að gerast á þessum dimmu júlídögum. Míkrafónninn besti vinur minn í vinnunni og á morgun fæ ég tækifæri til að segja þjóðsöguna um Marbendil í annað skipti í sömu vikunni. Komin með nýja vinnu. Rigningin dunar. Síðasta sunnudag gekk ég til fundar við fortíð mína og hitti sjálfa mig fimm ára. Alltaf nýr ótti til að yfirstíga. Úði og rigning handan við næsta hól. Næsta vika verður frí á Akureyri með stuttri dagsferð í höfuðborgina, sem hljómar furðulega öfugsnúið. Og rigning.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Blessuð - hurðu - ég er greinilega ekki alveg að fylgjast með þessa dagana - hvar er nýja vinnan???
Ekki furða að þú vitir ekkert - alveg splunkuný vinna - skrifstofustarf hjá VGK verkfræðiskrifstofu - maður er alltaf sama pappírspakkið!
Til hamingju með nýju vinnuna og erindi dagsferðarinnar :)
Skemmtileg tilviljun að ég hitti kunningjakonu mína í gær sem hóf störf á VGK í maí :)
Hafðu það gott í fríinu
/gle :c)
Skrifa ummæli