fimmtudagur, júní 30, 2005

,,Mál er að mæla"

Það sagði beljan í smásögu Þórarins Eldjárns þegar sögumaðurinn lá með upptökutæki í fjósinu. En þessi færsla á ekki að fjalla um beljur og þaðan af síður um fjós og aðra fnykstaði. Hún á að fjalla um kaffi og súkkulaði. Þau eru hjón sem halda mér gangandi yfir daginn í vinnunni, hvetja mig til dáða yfir pappírum um uppfinningar á sviði lífrænnar efnafræði og öðru undri. Gefa mér klapp á bakið yfir tölvunni og koma málstöðvunum í gang þegar ringlaði uppfinningarmenn mæta til mín inn á gafl. Fá fæturna til að ganga frá tölvunni að prentaranum og frá prentaranum að ljósritunarvélinni. Og aftur til baka. Kaffi er uppfinning allra tíma. Kaffi keyrir hagkerfið. Kaffi er bensín fyrir svefndrukkna. Súkkulaði linar þjáningar heimsins.