laugardagur, febrúar 23, 2013

Opnum

Póstkassinn minn er yfirleitt tómur en samt er ég stöðugt að fá sendingar.

Í morgun fékk ég þessa í gegnum andrúmið: ,,Það styrkir hjartað mest að opna það"

Árið fór vel af stað og febrúar rétt að verða búinn og draumar halda áfram að rætast. Hvar endar þetta? Þeir fara í einfalda röð (stundum er kös), berja á dyrnar og vilja ólmir komast inn í partýið. Vera með. Þá er bara að opna.

Umbreytingar verða ekki án átaka, hvort sem þau eru líkamleg, andleg eða tilfinningaleg. Umbreytingar opna á eitthvað nýtt.

Þegar ég opna póstkassann er hann yfirleitt tómur en ég opna samt því það er alltaf von á sendingu. Ég á von á vængjum.