fimmtudagur, september 28, 2006

Vopnin kvödd, Jökla kvödd, ljósin kvödd

Það var gott að upplifa svartnættið á eigin skinni á þessum svarta degi. Pabbi hristi höfuðið með símtólið á eyranu þegar hann sagði mér áðan að stundum finnst honum aðrir lifa á annari plánetu en hann. Þegar hann var polli voru ljósin alltaf slökkt á þorpinu kl. 12 á miðnætti og kveikt aftur kl. 8 næsta morgunn. Mamma er að vinna til kl. 22 og við urðum sammála um að hún yrði að fikra sig heim með náttsjónina að vopni og hann ætlaði að ganga á móti henni (vonandi fóru þau ekki á mis í myrkrinu). Karlarnir frá Orkuveitunni sem þurftu að slökkva ljósin hafa kannski hrist höfuðið eins og pabbi.

Þegar ljósin voru loksins kvödd (tala ekkert um hinar kveðjurnar) fengu auglýsingaskiltin enn meiri athygli og á skýjuðum himninum sveimuðu flugvélar eins og stjörnur. Og svo tóku flugeldarnir við. Í myrkrinu er einhver dulin afhjúpun - heilög stund eða tryllt af ótta, allt eftir andlegu ástandi hverju sinni. Ég held við þolum illa myrkrið, viljum frekar horfa á stjörnuljós og flugelda en blikandi stjörnuhiminn. Rafsuðublind af skjáum.


miðvikudagur, september 27, 2006

Spenna




Það styttist ískyggilega í næsta mánudag. En þá fer ég með Bergljótu vinkonu minni á ráðstefnu leynifélagsins í Virginia Beach í Bandaríkjunum. Mér skilst að hið harða haust sé þegar komið upp að ströndinni með 27 gráðu hita - júhúu!! Ráðstefnan verður eflaust mikil upplifun og kærkomin reynsla! Í bakaleiðinni stoppum við nokkra daga í Boston og þyngjum ferðatöskurnar ef það reynist hagstætt. En sem sagt tvær úr tungunum á leiðinni í fyrstu Ameríkuferðina og mikil spenna byrjuð að magnast upp. Verst að ég er með örlítinn fyrirfram-aðskilnaðarkvíða frá dótturinni. Ætli við komum til baka í snjóþvegnum gallabuxum, með hamborgararass og rúllur í hárinu?

sunnudagur, september 24, 2006



Tilvitnanir í Woody Allen sem ég fann á netinu.
Ótrúleg kaldhæðni á köflum.


I took a speed reading course and read War and Peace in twenty minutes. It's about Russia.
(Quote and Unquote)

If only God would give me some clear sign! Like making a large deposit in my name at a Swiss bank.
(Selections from the Allen Notebooks, New Yorker)

I sold the memoirs of my sex life to a publisher - they are going to make a board game out of it.

The only time my wife and I had a simultaneous orgasm was when the judge signed the divorce papers.

If you're not failing every now and again, it's a sign you're not doing anything very innovative.

There are two types of people in this world: good and bad. The good sleep better, but the bad seem to enjoy the waking hours much more .

Interestingly, according to modern astronomers, space is finite. This is a very comforting thought - particularly for people who can never remember where they have left things.

My love life is terrible. The last time I was inside a woman was when I visited the Statue of Liberty.

My parents were very old world. They come from Brooklyn, which is the heart of the Old World. Their values in life are God and carpeting.
(Woody Allen: Clown Prince of American Humor)

And my parents finally realize that I'm kidnapped and they snap into action immediately: they rent out my room.
(Woody Allen and His Comedy)

laugardagur, september 23, 2006

Á básunum allt í kringum mig eru alla jafna vélaverkfræðingar að teikna flóknar myndir af túrbínum og öðru kræsilegu (að ég held). Allir eru með þykkar bækur í hillunum frá námsárunum sem eflaust þarf stundum að grípa í. Þetta fékk mig til að hugsa hve gaman væri að hafa vinnu þar sem maður getur raðað námsbókunum upp (og ekki drukknað í þeim heima hjá sér). Þá væru hillurnar mínar fullar af trúartextum, Ágústínusi, Aristótelesi, Snorra Sturlusyni, málfræði, bókmenntasögu, Ingvari Sigurgeirssyni og Howard Gardner. En hvað væri ég að gera? Jú eflaust að teikna flóknar myndir af nýrri heimsendakenningu (sem liti út eins og túrbína).
Áðan setti ég námsbók um Excel í hilluna mína, afar stolt. Og minni mig á að við sitjum öll á básum eins og beljur og þráum ekkert nema hamingju og einhvern snefil af innri ró.

miðvikudagur, september 13, 2006

Freeze panes

Þegar ég sinni heilalausu tölvuverkefni í vinnunni þá kveiki ég á www.ruv.is og hlusta á útvarpssöguna Inferno í lestri Hjalta Rögnvaldssonar. Og set síðan reglulega á pásu og finnst eins og Hjalti bíði þolinmóður bak við skjáinn og haldi svo áfram þegar mér hentar.
Á kvöldin horfi ég sem fjarnemandi á upptökur úr tímum í Íslendingasögum og set kennarann á pásu þegar ég þarf eitthvað að sýsla. Blaðra í síma, fá mér súkkulaði og kveiki svo aftur á kennaranum þegar mér hentar. Nútíminn í öllu sínu veldi - og þegar ég fæ nóg af tækninni verð ég mér kannski úti um fjós og handrit og sest niður við lestur (við tólgarkerti á myrkum vetri).

laugardagur, september 09, 2006



Enn og aftur er ég sest í stofu 201 í Árnagarði. Hvenær ætli ég vaxi upp úr stofu 201? Ætli ég sé of sólgin í öll óvæntu hugrenningatengslin sem verða til í skólum? Í vetur verð ég með annan fótinn í íslenskum miðöldum og hinn í pappírsflóðinu sem fylgir Hellisheiðarvirkjun - skemmtileg blanda þar! Orðaforðinn mun samanstanda af köppum og valkyrjum íslendingasagna, íslensku máli að fornu (eins og það leggur sig), holutoppum, gufuskiljum, svörtu pípuefni og slatta af flönsum. Og auðvitað mun ég stunda þá forréttindavinnu að fá að bæta andlegt heilbrigði mitt og umburðarlyndi (ekki veitti af) og eiga gullmolastundir með erfingjanum.

föstudagur, september 01, 2006


Þá er búið að panta sumarbústað yfir eina hausthelgi. Enginn fær að koma með nema tölvan. Og kannski líka Sufjan, Sigurrós og fullir pokar af góðum mat. Og Músur. Heimsóknir og símtöl vinsamlegast afþökkuð þá sömu helgi.