laugardagur, apríl 28, 2012

GrimmeðliAð hlusta á Let England Shake með (og eftir) P J Harvey er eins og að lesa skáldsögu með einstöku andrúmslofti. Þarna er eitthvað fallegt og mikilvægt. Einhver ný tegund af nýju.

Andið þessari plötu að ykkur og þið missið úr slag!

Öll lögin eru góð en þetta varð uppáhalds í dag. Og hvað er betra en lag sem byrjar á roki og ljóðaflutningi? On Battleship Hill. Fellum múra og tár!