þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Berrassaður



pylsusali veður uppi í nýjasta hefti Tímarits máls og menningar, þökk sé mér. Áhugasamir næli sér í eintak.

Er þessa mínútuna að uppgötva hljómsveit sem er nokkuð svöl - tékkið á blóðflokknum eða Blooodgroup.

föstudagur, nóvember 09, 2007

Skráningarskrímslið


óskar þjóðinni til hamingju með daginn. Sem sagt í vinnunni skrái ég alla nýja höfunda, öll ný lög, allan flutning í útvarpi, sjónvarpi, tónleikum, jarðarförum...., alla nýja diska og fleira ásamt samstarfsfólki. Íslensk tónlist og reyndar líka stundum erlend er líf og yndi skráningarskrímslisins.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Upplestrar framundan!

Næsta sunnudag mun ég lesa upp úr nýju bókinni á Bókasafni Kópavogs, sjá hér: http://www.bokasafnkopavogs.is/frettirpage.asp?ID=1359

Miðvikudaginn 14. nóvember verður síðan upplestur á Bókasafni Hafnarfjarðar í tilefni Norrænu bókasafnsvikunnar. Þemað í ár eru ,,sterkar kvenímyndir" enda 100 ár frá fæðingu Astridar Lindgren. Nánar auglýst síðar.
Sama kvöldið verður reyndar Þórðarvaka á Sólon þar sem mörg skemmtileg skáld munu stíga á stokk - líka nánar auglýst síðar.

Annars hef ég sett upp kynjakvótagleraugun þegar ég horfi á Kiljuna - í síðasta þætti voru bara karlmenn viðmælendur og líka í þeim þar síðasta ef ég man rétt (fyrir utan Kolbrúnu) - í næsta þætti mun Kristín Svava vera fulltrúi kvenkynsins - ,,Stattu þig stelpa!"