laugardagur, mars 31, 2007

Háspenna

Þá bíður maður spenntur við tölvuna eftir lokatölum í álverskosningunni. Á morgun er ár síðan ég gekk inn til þáverandi yfirmanns míns með uppsagnarbréf í höndunum, í fyrsta skipti á ævinni. Þurfti að ítreka að þetta væri ekki aprílgabb. Í fyrramálið munum við þjóta fyrir allar aldir úr dyrunum í þvældum sparifötum með skonsur á bakka til að mæta í fermingu í Hveragerði. Vonandi rústar rokið ekki hárgreiðslunni. Hvað ætli íslenska rokið hafi margar hárgreiðslur á samviskunni?

fimmtudagur, mars 22, 2007



Fylltist einhverri fáránlegri þörf fyrir að básúna Olivier Messiaen. Fann þessa flottu heimasíðu um kallinn. Eitt merkasta tónskáld 20. aldar. Messiaen var strangtrúaður kaþólikki og samdi mikið af trúarlegri tónlist. Var líka forfallinn áhugamaður um fugla og skráði fuglasöng í frönskum skógum sem síðan rataði á nótnablöðin. Hann var líka áhugamaður um austurlenska dulspeki og blandaði austrænum áhrifum saman við fugla og kaþólisma. Flott blanda!!


Einu sinni átti ég disk með Turangalila sinfóníunni hans, en lánaði hana og hún kom aldrei aftur. Sinfónía sem verður kannski aldrei flutt á Íslandi því hún tekur víst 2 klst. í flutningi. Mæli með Kvartetti um endalok tímans (Quatuor pour la fin du temps) sem var saminn og frumfluttur í fangabúðum nasista.



Á næsta árið verða liðin 100 ár frá fæðingu Messiaen og þá á víst að halda ráðstefnu í Englandi. Humm, kannski maður setji upp alpahúfu og skelli sér í húsmæðraorlof!!

sunnudagur, mars 18, 2007

Í frumskógi á fjallvegum

Helginni var eitt í einangrum í sumarbústaðnum Frumskógi. Setti síðasta punktinn á handritið ,,Fjallvegir í Reykjavík" á nánast sama tíma og þingið lauk störfum eftir 4 ára basl. Mitt basl hefur staðið í 7 ár. Þó með mislöngum hléum. Hef týnt mér í dútli við að taka út orð, setja inn orð, stytta og snurfusa. Það snjóaði endalaust svo að skokk-gírinn fékk að liggja í töskunni. Mokaði mig hins vegar út í gær og vil að vaðstígvél fylgi svona bústöðum. Í dag sá ég svona för í snjónum:
oIo
oIo
oIo

I á reyndar að móta óbrotna línu - sem sagt hoppandi mús. Heimförin tók nánast þrjá klukkutíma í hálkugaddi og skafrenningi - hélt ég mundi ekki hafa það upp Kambana en komst yfir heiðina með því að halda mig nálægt einum jeppanum. Nú verður herjar á yfirlesurum og vonandi kemur kjarnyrt gagnrýni út úr því. Stefnt er á útgáfu með vorinu.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Farfuglar og flækingar



mættir til landsins. Haftyrðillinn t.d. mættur sem flækingur en var áður staðfugl, hitinn hefur borið hann ofurliði. Sagt er að engir tveir fuglar séu eins og að hver og einn hafi sín persónueinkenni í félagslegum tengslum hópsins. Fuglar finnast mér merkileg fyrirbæri enda löngum öfundað þá af þessum holóttu beinum sem m.a. gera þeim kleift að fljúga. Annars hægt að sjá spennandi fréttir á http://www.fuglar.is/ - það að rýna út í rigningasortann eftir fuglum finnst mér alltaf jafn heillandi. Ímynda mér alltaf fuglaáhugamenn með lítið gogg-nef og spörfuglslegt göngulag.