laugardagur, ágúst 30, 2008



Tók þátt í 3 km skemmtiskokki í Reykjavíkurmaraþoni og var að rifna úr monti. Í gærkvöldi las ég ljóð á Sandgerðisdögum. Þar las líka Gunna Lísa frænka og Fríða og Smári úr Klassart (líka frændsystkini mín) tóku lagið. Skemmtilegt kvöld í gamla góða bænum mínum.

Mitt á milli skokksins og lestursins fylltist ég óvæntri sorg yfir því að John Lennon er ekki á lífi. Þar hefur heimildarmyndin um Annie Leibovitz sem var sýnd í sjónvarpinu í vikunni eflaust haft áhrif.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

,,Má bjóða þér afritið?"

er án efa sú spurning sem er spurð oftast á hverjum degi á Íslandi. Ég er spurð of oft.