laugardagur, desember 17, 2005

Þreif áðan umgjörðina um jólamatinn

Hlustaði á suðaustan strekking í varpinu með hausinn í ísskápnum. Það skal ekki væsa neinn strekkingum um jólaölið og hrygginn í skápnum þegar stundin kemur. Þegar jötur heimsins dæsa yfir jöxlunum sem róta í þeim á hverjum degi. Og léttreykt, sykurbrúnuð hamingjan stígur úr varpinu með hugheilar kveðjur. Einu sinni á ári fær maður að heyra þetta spariorð ,,hugheilar" - ekkert hálfkák eða ,,hughálfar" neitt. Sem sagt ég ætlaði að fá mér bjór (þann eina sem til er í íbúðinni, væntanlega ekki sá eini í húsinu því hér búa hundruðir) og þrífa ísskápinn. En snerist síðan hugur og ákvað að þrífa hann að afloknu skyrdrykkjaþambi og fá mér síðan mjólkurglas með marmaraköku. Og lesa síðan bókina Óskar og bleikklædda konan (ef ég man titilinn rétt). Svona er maður orðinn ráðsettur kökufíkill.

1 ummæli:

Ragnar Hólm Ragnarsson sagði...

Jamm... en úr hvaða verki er textinn tekinn? Marx og Engels...