laugardagur, júlí 22, 2006

Fréttir af ferð og hugmynd

Framundan er bíltúr í Skagafjörðinn með stoppi í matskálum við þjóðveg eitt. Hópur af fólki (þar sem ég þekki nokkra) ætlar að fara í raft en við mæðgur skottumst um tjaldstæðið á meðan. Keyrði Reykjanesbrautina um daginn og fékk hugmynd að nýrri glæpasögu. Sagan er um konu sem skrifar glæpasöguna ,,Þjóðvegur eitt" og hlýtur Gaddakylfuna í smásagnasamkeppni. Konan fer síðan að lenda í ýmsu furðulegu við akstur þar sem vörubílar og flutningabílar reyna ítrekað að keyra hana niður. Að lokum finnst hún látin í vegkantinum á Reykjanesbraut... En sem betur fer eru sumar hugmyndir ekki merkilegri en svo að þær rata í lítið blogg og ekki meira. Hvert ætli sé hlutfallið (í prósentum) af góðum eða lélegum hugmyndum sem maður fær - kannski spurning um að leyfa hugmyndum að vaxa á meðan sumar hugmyndir hafa enga vaxtamöguleika. Jæja nóg komið af of mörgum orðum.

Engin ummæli: