fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Til hamingju með daginn, tungubrjótar og aðrir tann-bryðjendur!


Ég gerðist aldrei svo fræg að heimsækja Rockville. En keyrði þúsund sinnum eftir Miðnesheiði framhjá kúlunum. Einn dagðinn spurði ég mömmu hvað væri í kúlunum og hún tjáði mér að þar byggi Jón í Kúlunum sem tekur börnin sem borða ekki matinn sinn. Og þegar ég ólundaðist við fiskinn, hrognin eða lifrina þá var Jón í Kúlunum á næsta leiti. Ég sá hann alltaf fyrir mér sem stóran og feitan karl sem hljóp á ógnarhraða eftir hrauninu inn í Sandgerði að sækja matvonda krakka.
Ekki fyrir svo löngu keyrði ég Miðnesheiði og þá voru kúlurnar gufaðar upp. Og Jón með þeim. Kannski sestur að í Ameríkunni. Tyggjandi Wrigleys á götuhorni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvert fara þeir, hugarheimar æskunnar?