laugardagur, janúar 20, 2007

Frosthörkur

inn í merg. Í fyrradag kættist ég yfir gæsasporum í snjónum því þá vissi ég að þegar snjóa leysir verður ekki allt vaðandi í eplastykkjum og brauðmolum fyrir utan hjá mér. Ekki nema ég sé að halda uppi bústinni músafjölskyldu. Í kjölfarið bjó ég til nýjustu spakmælin mín: Molarnir rata til sinna - hvort sem það er mús, gæs, þúfutittlingur eða vindur þá eru örlög molanna ekki lengur í mínum höndum þegar þeir hrynja úr mínum höndum.
Annars áhugaverð þessi þörf fyrir að básúna góðverkum sínum í von um glimrandi álit annarra.

Engin ummæli: