föstudagur, febrúar 16, 2007

Bókaormur kemst í kálhaus

Loksins loksins náði ég að klára Rigningu í Nóvember eftir Auði Ólafsdóttur. Skemmtileg og vel skrifuð bók. Ég hef í langan tíma ætlað að lesa þessa bók en alltaf hafa skólabækur og annað dundur staðið í vegi fyrir því.



Í kjölfarið var plastið rifið af annari bók sem hefur prýtt hillur mínar í eitt ár. Loksins loksins kemst ég í Karitas án titils en ég hef heyrt marga lofsama þá bók, eins og hún snerti einhverja strengi í hjörtum fólks. Fyrsti kaflinn lofar góðu og Kristín er fantagóður og þéttur penni.


Síðast en ekki síst er ég að lesa þessa sjálfshjálparbók eftir John Bradshaw í íslenskri þýðingu. Og geri merkilegar uppgötvanir í hverri setningu. Bók sem mig grunar að hafi valdið þöglum byltingum í lífi margra.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allir að mæta á tónleikana þann 08.03´07 í Fríkirkjunni til að styðja við æsku landsins.
Frábærir tónlistarmenn:) Páll Óskar og Monika, Ellen Kristjáns og Eyþór, Picknick, Hilmar Garðars, Elín Eyþórs, Helgi Valur og Halli Reynis.
Mætum öll saman og njótum ásamt því að gefa.
Tíminn er frábær fyrir alla fjölskylduna, 19:00-20:30
Verum með:)